Hvolpaskólinn með Sif dýralækni

Fjarnámskeið um hvolpauppeldi

Átt þú hvolp? 

Viltu læra að ala hann upp þannig að hann verði ljúfur og góður félagi?

Vantar þig ráðleggingar frá dýralækni?

Þá gæti fjarnámskeiðið mitt hentað þér.


Sem dýralæknir og atferlisfræðingur sé ég mikið af fólki með hvolpa. Ég tek oft eftir því að fólk hefur mikið af spurningum, sérstaklega fyrstu vikurnar, en á stofutíma dýralæknis er ekki tími til að svara öllu sem fólk þarf að vita. Ég sé líka að margir gera sömu mistökin í uppeldinu og stundum endar það með ósköpum þegar fólk hefur ekki réttu leiðbeiningarnar.

Með þessu fjarnámskeiði langar mig að gera öllum kleift að læra grunnatriðin hvað varðar heilsufar, umhirðu, uppeldi og þjálfun hvolpa. 

Námskeiðið samanstendur af myndböndum og öðru kennsluefni sem þú getur skoðað þegar þér hentar, hvenær sem er sólahringsins og hvaða dag sem er. Myndböndin eru stutt til að auðvelt sé að tileinka sér námsefnið.

Einu sinni í mánuði er haldinn fjarfundur þar sem ég sit fyrir svörum og svara hvaða spurningu sem er varðandi hvolpinn þinn, hvort sem það snýst um heilsufar eða uppeldið. Fyrir marga er þetta eina atriði meira virði en kostnaðurinn við allt námskeiðið!

Hægt er að skoða námsefnið í tölvu, snjallsíma og spjaldtölvu.

Ef þú skráir þig en sérð síðan að námsefnið hentar þér ekki getur þú fengið endurgreitt innan 30 daga. 

Kynning á Hvolpaskólanum
Lög og reglur
Merkingar og skráningar
Tryggingar
Umhverfi
Öryggi
Þroskaskeið fyrri hluti
Þroskaskeið seinni hluti
Handfjötlun og almenn umhirða
Búr og grindur
Fóðrun
Byrja hér - uppeldi vs. þjálfun
Að húsvenja hvolpinn
Hvolpar og börn
1. spurningatími 23. febrúar 2016
Untitled Lesson

What's included

  • 16 Video Lessons

  • Works on all devices
  • Certificate of completion

Sif Traustadottir

Instructor